Birgir Leifur náði ekki í gegn um niðurskurð á Alfred Dunhill Classic mótinu. Birgir Leifur endaði á 75 höggum eða á +3 höggum yfir pari í dag og samtals á +8 höggum yfir pari í heildina. Skorið var niður við +1 yfir pari og Birgir því nokkuð frá takmarkinu að þessu sinni.
Hann endaði í 118. sæti í mótinu sem er fyrsta mótið sem hann tekur þátt í á Evrópumótaröðinni á þessarri vertíð. Alls voru 156 keppendur sem hófu leik á mótinu.
Birgir er skráður til leiks í South African Airways mótinu sem fram fer í Port Elisabeth í næstu viku og vonandi nær hann að sýna sitt rétta andlit þar.