Birgir Leifur endaði á 75 höggum í dag þegar hann lauk leik á South African Airways Open mótinu í Suður-Afríku. Birgir lauk leik á síðasta hringnum með ákaflega kaflaskiptum leik. Hann spilaði fyrri 9 holurnar á +5 höggum yfir pari en þær síðari á -2 undir pari og endaði hringinn því á +3 höggum yfir pari á samtals 75 höggum. Hringurinn í dag er sá lakast af þeim fjórum sem Birgir lék í þessu móti.

 Birgir Leifur endaði mótið á parinu að loknum fjórum leikdögum. Hann lék hringina fjóra á 74+69+70+75=288 höggum. Hann fékk samtals 47 pör, 12 fugla, 1 örn, 10 skolla og 2 skramba.

 Nú er framundan hjá Birgi að koma heim til Íslands og njóta sambverunnar með vinum og fjölskyldu yfir jólahátíðarnar. Að því búnu heldur hann áfram baráttunni á Evrópumótaröðinni. Næsta mót sem Birgir Leifur er skráður í er The Abu Dhabi Golf Championship sem fram fer í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum og hefst 18. janúar.