Auðunn Jónsson, kraftlyftingamaður úr Krafti
Ásthildur Helgadóttir, knattspyrnukona hjá Malmö FF
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG
Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður hjá Barcelona
Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleiksmaður hjá Gummersbach
Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona hjá Duisburg
Ólafur Stefánsson, handknattleiksmaður hjá Ciudad Real
Ragna Ingólfsdóttir, badmintonkona úr TBR
Sif Pálsdóttir, fimleikakona úr Gróttu
Örn Arnarson, sundmaður úr SH.
Kjörinu verður lýst á Grand Hótel Reykjavík klukkan 20 og eins og undanfarin ár verður það að hluta til sent út í sameiginlegri beinni útsendingu á RÚV og Sýn. Klukkan 19.25 mun Sýn rifja upp íþróttaárið 2006 í beinni útsendingu.
Áður en kjöri íþróttamanns ársins verður lýst, eða klukkan 18.20, mun ÍSÍ afhenda viðurkenningar til þeirra íþróttakarla og -kvenna hjá sérsamböndum sínum sem þótt hafa skarað fram úr á árinu 2006. Þetta verður í tólfta sinn sem Samtök íþróttafréttamanna og ÍSÍ standa að sameiginlegri hátíð sem nær hápunkti þegar Íþróttamaður ársins 2006 verður útnefndur.