Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur verið valinn karlkylfingur ársins 2006 hjá Golfsambandi Íslands. Nína Björk Geirsdóttir úr GKJ var valin úr hópi kvenna. Heiðar Davíð Bragason úr GKj og Ólöf María Jónsdóttir GK hlutu þessa útnefningu í fyrra.

 Birgir Leifur náði þeim frábæra árangri  sl. haust að öðlast þátttökurétt á Evrópumótaröð karla fyrstur Íslendinga og braut þar með blað í golfsögunni. Hann var einn af 35 kylfingum sem tryggði sér þátttökurétt á úrtökumótinu á Spáni og sýndi mikla keppnishörku á lokahringnum, sem  hann lék á 69 höggum. Hann lék á Áskorendamótaröðinni og hafnaði þar í 88. sæti á peningalistanum. Besti árangur hans á Áskorendamótaröðinni í ár var 5. sæti á Ecco mótinu í Danmörku. Þar lék hann hringina fjóra á samtals 14 höggum undir pari. Birgir Leifur tók þátt í tveimur mótum á Evrópumótaröðinni í Suður-Afríku í byrjun desember og komst í gegnum niðurskurðinn á seinna mótinu og endaði þar í 82. sæti