Birgir Leifur lék á parinu á fyrsta hring í Indónesíu í morgun. Birgir fer yfir hringinn á spjallinu sínu og segir þar:
" Fyrsta höggið smurt á braut og ég endaði holuna á solid pari og þannig gekk það fyrstu 7 holurnar. Karlinn var glaður þangað til á 9 holu en þá kom smá babb í bátinn, á þeirri holu átti ég frábært drive inn á miðja braut en misreiknaði mig aðeins, því ég hélt að ég væri svo högglangur og tók kylfu of lítið og boltinn fór beinustu leið í vatnið :(,það var það versta sem ég gat gert á þeirri holu því þegar ég tók fjórða höggið sem var líka yfir vatn fór ég yfir vatnið og endaði of langur og eftir sat mjög erfitt vipp, en vippið gekk ágætlega en ég missti púttið. Endaði á 7 höggum sem var frekar súr biti að kyngja því ég sem var að spila svo vel.
En ég var nú ekki að velta mér of mikið upp úr því því ég átti 9 holur eftir og betra var að einbeita sér að næsta höggi sem var smá bið í vegna þess að við náðum síðasta holinu sem var ræst út á 10.teig í morgun. Reiðin rann fljótt af mér og uppskar ég 3 fugla og einn skolla og endaði á 71. höggi. Ég hitti 10 brautir af 15 á hinum var ég bara i kantinum, 13 grín og átti 30 putt. Ég er bara nokkuð sáttur við fyrsta hringinn árinu, þetta er eitthvað til að byggja á. Ég fór svo beint upp á hótel að leggja mig því það var gríðalegur hiti og raki og átti ég lítið sem ekkert eftir. Núna er svo bara að safna kröftum og ætla að gera betur a morgun."
Birgir á rástíma á morgun klukkan 11:20 að staðartíma (04:20 – Ísl) og byrjar þá á 10. teig með sömu mönnum og hann var með í dag.