Ottó lék á +2 höggum yfir pari í dag að loknum fyrri níu holunum. Hann fékk þrjá skolla, fimm pör og einn fugl og er því á samtals +5 höggum yfir pari.
Ottó var +3 höggum yfir pari fyrir daginn í dag í +/- 30. sæti. Núna hefur hann þokast örlítið niður töfluna og er sem stendur í 37.-38. sæti af þeim 53. keppendum sem eftir eru. Hann hóf leik á 10. teig í dag og á því fyrri níu holur vallarins eftir.
Þetta mót er hið fyrsta af þremur mótum sem Ottó tekur þátt í á Portúgal á næstunni. Þetta er frumraun hans sem atvinnumaður á atvinnumóti og því spennandi að sjá hvernig honum vegnar á þeirri leið.