Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur í GKG, hefur leik á fimmtudaginn á Scandinavian Masters mótinu í Svíþjóð. Biggi er kominn út eftir að hafa spilað með sveit GKG í sveitakeppninni og nú er að duga eða drepast fyrir okkar mann, ætli hann sér að halda sæti sínu á mótaröðinni að ári. Birgir er sem stendur í 181. sæti á peningalista mótaraðarinnar og verður hann að enda í 115. sæti til að tryggja þátttökurétt á næsta ári. Ef að Birgir spilar vel í næstu mótum er allt hægt og því um að gera fyrir Bigga að detta í stuð.

 

Birgir hefur leik á 10. teig á fimmtudaginn klukkan 13:30 að staðartíma og er með David Brandson og Santiago Luna í holli. Nú er um að gera að senda Bigga góðar hugsanir styðja við bakið á okkar manni!