Birgir Leifur Hafþórsson er meðal þáttakenda á Madridarmótinu í golfi sem fram fer næstkomandi helgi. Mótið er liður í evrópsku mótaröðinni og er frábært fyrir Birgi að fá núna tækifæri til þess að sýna hvað í sér býr. Birgir hefur ekki komist inn á mót á mótaröðinni í rúman mánuð og því er um að gera fyrir okkar mann að nýta tækifærið vel.

Sem stendur er Birgir ekki í nógu góðri stöðu á peningalista mótaraðarinnar en hann er 75 sætum frá því að tryggja sér þátttökurétt á næsta ári. Það er því nú eða aldrei fyrir Birgi að raka saman peningunum og tryggja tilverurétt sinn á meðal þeirra bestu. Áfram Biggi!