Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur GKG, er sem stendur (núna klukkan 14:30) kominn í gegnum niðurskurðinn á opna Madrídarmótinu á evrópsku mótaröðinni. Enn er þó töluvert eftir að kylfingum úti á velli og því alls ekki víst að staðan haldist svona út daginn.
Birgir byrjaði illa í gær, var fjórum höggum yfir pari eftir tvær holur en náði aðeins að laga stöðuna á seinni níu og hefði hann sennilega verið öruggur í gegnum niðurskurðinn ef hann hefði ekki fengið skramba á 18.holu. Í dag var hann öllu stöðugri og spilaði á pari vallar.
Hann er því samtals þremur höggum yfir pari og eins og staðan er akkurat núna miðast niðurskurðurinn við fjögur högg yfir pari. Nú þarf bara að krossleggja fingur og vona að ekkert breytist því það er Birgi afar mikilvægt að ná í gegnum niðurskurðinn og ná tveimur góðum hringjum um helgina.