Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur GKG, náði ekki í gegnum niðurskurðinn á opna Mallorca mótinu á evrópsku mótaröðinni í golfi. Hann lék hringina tvo afar illa, þann fyrri á sex höggum yfir pari og þann seinni á fjórum höggum yfir pari og endaði því samtals á 10 höggum yfir pari, í 116. sæti. Birgir lauk ekki leik fyrr en í morgun, en leik var frestað vegna myrkurs þegar hann var á 11. holu í gær.

Niðurstaðan er væntanlega mikil vonbrigði fyrir Birgi en þýðir lítið að hengja sig á því heldur rífa sig upp og fara aftur í gegnum úrtökumótið eftir nokkrar vikur og tryggja þannig tilverurétt sinni á mótaröðinni næsta árið.