Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur GKG, datt aldeilis í hörkustuð í dag á öðrum degi úrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina. Birgir sýndi sínar bestu hliðar en hann notaði aðeins 68 högg allar 18 holurnar, fjórum höggum undir pari.
Birgir er sem stendur í 5.-6. sæti mótsins, fimm höggum á eftir fyrsta manni. Tveir hringir eru eftir og ef Birgir spilar áfram eins og hann gerði í dag þá er hann öruggur inn á 3. og síðasta stig úrtökumótsins sem fram fer seinna í mánuðinum.