Birgir Leifur Hafþórsson hélt áfram þar sem frá var horfið í gær þegar hann spilaði annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina á 70 höggum, tveimur höggum undir pari. Birgir byrjaði ansi vel í dag, fékk örn á 2. holu. Það sem eftir fylgdi var stöðugt golf, 2 skollar, tveir fuglar og 13 pör. Fínn hringur hjá okkar manni sem greinilega er í frábæru formi þessa dagana, hann er svo sannarlega að toppa á réttum tíma. Þegar þetta er skrifað er Birgir í 13.-18. sæti mótsins, en hann þarf að vera á meðal efstu 30 til að komast aftur á evrópsku mótaröðina á næsta ári.

Enn eru þó eftir heilir fjórir hringir og því skiptir mestu fyrir okkar mann að halda haus, halda áfram að skila inn hringjum með skori undir pari og þá ætti okkar maður að fljóta í gegn annað árið í röð.

Staðan í mótinu

Skorkort Birgis Leifs
Frábær lýsing á hring Birgis (holu fyrir holu) hjá kylfingur.is