Birgir Leifur lék þriðja hring af sex á lokaúrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina í dag. Birgir náði sér ekki alveg eins vel á strik og í fyrri tveimur hringjunum, en hann endaði hringinn á einu höggi yfir pari, 73 höggum. Hringurinn í dag var svolítill rússíbani, en á annari holu (12. á vellinum, okkar maður hóf leik á seinni 9) fékk Birgir tvöfaldan skolla. Hann svaraði strax með fugli og endaði síðan fyrri níu holurnar á pari. Seinni 9 byrjuðu nánast alveg eins, nú fékk hann skolla á 10. (1.) og svaraði strax með fugli á 11. (2.). Holurnar eftir það lék hann á pari, utan 14. holu (5.) þar sem varð fyrir því ólani að fá skolla.

Einn yfir pari því staðreynd en Birgir sýndi þó mikinn karakter í dag með því að skila fuglum þegar þess þurfti. Staðan er alls ekki slæm fyrir okkar mann, þegar þetta er skrifað er hann í 22.-36. sæti og því enn með í baráttunni að fullum krafti. Nú er bara um að stimpla sig inn á morgun með góðum hring og setja sig í fína stöðu fyrir lokahringina tvo.

Niðurskurður verður eftir hringinn á morgun, en rúmlega helmingur keppenda fær að halda keppni. Eftir það fer spennan að aukast og baráttan um kortin 30 verður ansi hörð.

Staðan á mótinu
Skorkort Birgis
Frábær lýsing (holu fyrir holu) á hring Birgis hjá kylfingur.is