Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur GKG, lauk í gær lauk á opna Suður-Afríku mótinu sem fram fór á Pearl Valley vellinum í Suður-Afríku.
Birgir Leifur skilaði sér í mark á samtals 12 höggum yfir pari, lék síðasta hringinn á 73 höggum (einu yfir pari) og endaði í 50.-57. sæti. Þess ber að geta að skorið á mótinu var almennt mjög hátt sökum slæms veðurs og skýrir það þetta háa skor hjá okkar manni. Fyrir árangurinn fékk Birgir 4.100 evrur eða rétt rúmar 375.000 íslenskar krónur og kemur það sér eflaust vel svona rétt fyrir jólin. Þokkalegur árangur og vonandi getur hann byggt á honum og farið enn lengra á komandi ári.
Birgir leikur næst í móti þann 10. janúar, en það fer einnig fram í Suður-Afríku. Nú er því Birgir kominn í jólafrí og vonandi að hann nýti það vel og mæti ferskur til leiks á mótaröðina eftir jól.