Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur GKG, lék annan hringinn á opna Joburg mótinu í Suður-Afríku á 72 höggum, eða einu höggi yfir pari – en það er þriggja högga bæting á milli daga. Þrátt fyrir það þá dugði það Birgi ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn að þessu sinni og endaði hann í kringum 140. sæti af 202 keppendum.

Framundan hjá Birgi er sennilega hvíld en hann fann til mikillar líkamlegrar þreytu í þessu móti og átti hann í vandræðum með gömul axlarmeiðsli. Greinilegt er að hann þarf að komna skrokknum í lag eins og hann segir sjálfur og mæta síðan ferskur á næsta mót, sem að öllum líkindum verður í febrúar.