Birgir Leifur hóf í dag leik á Estril Open mótinu í Portúgal en mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni. Segja má að dagurinn hafi verið svolítið köflóttur, en Birgir hóf leik á á 8. holu. Á fyrstu þremur holunum fékk hann tvo skolla, en svaraði því með hvorki meira né minna en fjórum fuglum á næstu fimm holum. Þegar yfir lauk hafði hann nælt sér í einn fugl í viðbót en tveir skollar fylgdu með og endaði okkar maður því á 69 höggum, tveimur höggum undir pari. Er Birgir ásamt öðrum í 38. sæti þegar þetta er skrifað og á því góða möguleika á að ná í gegnum niðurskurðinn á morgun. Nú er um að gera að senda Birgi góða strauma!