Það kostar 4.800,- að leigja sér golfbíl á 18 holurnar. Það er í sjálfu sér ekki svo dýrt ef maður þarf stöku sinnum á bílnum að halda. Sumir einstaklingar geta þó ekki spilað golf nema þeir séu á bíl sökum meiðsla eða sjúkdóma. Ef slíkur einstaklingur spilar reglulega golf þá fer kostnaðurinn upp í einhver hundruð þúsunda á ári. Það leiðir af sér að viðkomandi telur það hagkvæmara að kaupa sér golfbíl en að leigja hann
Hugsunarhátturinn er gjarnan þannig að maður kaupir sér golfbíl á 1,5 milljónir, selur hann aftur eftir fimm ár á 1,1 milljón, þá er þetta ekki nema 80 þúsund á ári. Þessi hugsunarháttur er ágætlega til þess fallinn að réttlæta það sem mann langar óstjórnlega til að kaupa en gefur hins vegar kolranga mynd af raunkostnaðinum.
Í fyrstra lagi þarf að taka inn í myndina að endursöluverðið þarf að núvirða miðað við verðbólgu. Ef hún er 5%, þá er núvirt virði bílsins rétt um 850 þúsund en ekki 1,1 milljón.
Í öðru lagi þarf að taka mið af rekstarkostnaði bílsins og fjárbindingu. Miðað við þær forsendur að golfbíll endist í um 12 ár, rafhlöður séu endurnýjaðar á fjögurra ára fresti (280 þús) , geymslugjald sé hóflegt eða 10.000,-, rafmagnskostnaður sé 4.400,- á ári og skipt sé um dekk á fjögurra ára fresti (56 þús), þá er heldarrekstrarkostnaðurinn 260 þúsund á mánuði.
Ef bíllinn er seldur eftir 5 ár, þá er raunkostnaðurinn rúmar 1,3 milljónir sem er langt í frá 400 þúsundunum sem maður reyndi upphaflega að telja sjálfum sér trú um í upphafi.
Að auki, fylgir því mikið vesen fyrir einstakling að koma bíl til og frá golfvelli ásamt því að kerran tekur auka bílastæði sem oft eru yfirfull fyrir.
GKG hefur ákveðið að koma til móts við þá sem þurfa á golfbíl að halda að staðaldri með árskortum sem kosta eingöngu 65 þúsund. Fjöldi korta er takmarkaður við 8 stykki, þau eru skráð á einstakling og má hann einn nýta kortið. Að sjálfsögðu er viðkomandi heimilt að bjóða einhverjum með sér í bílinn. Þá þarf að bóka bílana með dags fyrirvara og þar sem bílarnir eru takmörkuð auðlind, þá er ekki tryggt að ávallt séu til bílar á lausu. Þessi þjónusta ætti að hvetja menn til að leiga sér golfbíl hjá GKG frekar en kaupa sér sjálfur. Með þeim hætti sparar maður um 195 þúsund krónur á ári sem hægt væri t.d. að nota í veglega 10 daga golfferð.