Aðalfundur GKG 2024

Kæru félagar, aðalfundur GKG verður haldinn mánudaginn 2. desember kl. 20:00 í Íþróttamiðstöðinni. (Athugið breyttan fundartíma frá fyrri boðun)

 

Minnum félagsmenn á að framboð til stjórnar þarf að berast á skrifstofu klúbbsins eða í tölvupósti á agnar@gkg.is viku fyrir aðalfund eða 25. nóvember.

Dagskrá fundarins er með eftirfarandi hætti.

  • Fundarstjóri og fundarritari kosnir.
  • Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
  • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis.
  • Rekstrar- og fjárfestingaáætlun komandi starfsárs kynnt.
  • Lagabreytingar og aðrar tillögur skv. 8. gr. teknar til afgreiðslu.
  • Kosning formanns til eins árs.
  • Kosning fjögurra meðstjórnenda til tveggja ára
  • Kosning endurskoðanda eða endurskoðendafélags. 
  • Önnur mál.
     

Fyrir fundinum munu liggja fyrir lagabreytingar þar sem lögin eru aðlöguð að reglum um almannaheillafélög, textinn er kynhlutlausari og eins er kveðið á því í lögunum að stjórn sé heimilt að vísa einstaklingum úr klúbbnum að beiðni aganefndar. Smellið á þennan hlekk ef þið viljið skoða breytingartillöguna.

 

Með GKG kveðjum,
Stjórn GKG