Aðalfundur GKG fyrir starfsárið 2021

Aðalfundur GKG verður haldinn þriðjudaginn 30. nóvember kl 20:00.

Dagskrá fundarins er með eftirfarandi hætti.

  • Fundarstjóri og fundarritari kosnir.
  • Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
  • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis.
  • Rekstrar- og fjárfestingaáætlun komandi starfsárs kynnt.
  • Lagabreytingar og aðrar tillögur skv. 8. gr. teknar til afgreiðslu.
  • Kosning formanns til eins árs.
  • Kosning fjögurra meðstjórnenda til tveggja ára
  • Kosning endurskoðanda eða endurskoðendafélags. 
  • Önnur mál.

Tillaga að lagabreytingu:

  • Eftirfarandi texti í 8. grein er í dag:
    • „Aðalfund og aðra félagsfundi skal auglýsa með minnst viku fyrirvara.“
  • Verður:
    • „Aðalfund skal auglýsa með minnst tveggja vikna fyrirvara en aðra félagsfundi með minnst viku fyrirvara“

Við vekjum athygli á því að samkvæmt lögum klúbbsins þurfa framboð til stjórnar að berast á skrifstofu klúbbsins ekki siðar en viku fyrir aðalfund.

Ársreikningur GKG 2021

Ársrit GKG 2021

Stjórn GKG