Meistaramótið í ár var það fjölmennasta frá upphafi, það voru 380 keppendur sem mættu til leiks og keppt var í 22 flokkum. Óhætt er að segja að stemningin hafi verið með eindæmum góð alla sjö keppnisdagana, veðrið lék við okkur og andinn var einstakur.

Mikil spenna var í meistaraflokk kvenna. Þær Ingunn Einarsdóttir og Anna Júlía voru efstar og jafnar eftir fjóra hringi á 320 höggum. Það þurfti því bráðbana til að skera úr um úrslitin sem hún Anna Júlía vann á annarri holu. Anna Júlía er 19 ára gömul og óskum við þessari efnilegu stelpu innilega til hamingju með klúbbmeistaratitilinn. Það þurfti jafnframt að spila bráðabana um 3. sætið. Þar voru þrjár jafnar á 326 höggum þær María Björk Pálsdóttir, Ingunn Gunnarsdóttir og  Ástrós Arnarsdóttir. Þann bráðabana vann Hún María Björk og krækti sér með þeim hætti í bronsið.

Í karlaflokki fór ekkert á milli mála hver ætlaði sér titilinn í ár. Ragnar Már Garðarsson gerði sér lítið fyrir og spilaði fyrstu tvo hringina á 8 höggum undir pari og kláraði mótið með því að spila seinni tvo hringina á parinu eða samtals á 276 höggum. Í öðru sæti var Hlynur Bergsson á 290 höggum og í þriðja sæti var Breki Gunnarsson Arndal á 293 höggum.

Þökkum við öllum keppendum fyrir frábært mót!

 

 

 

 

 

 

 

Myndir Marinó Már Magnússon

Úrslit í Meistaramóti GKG 2019

Strákar 12 ára og yngri

  1. Guðjón Frans Halldórsson 116 högg
  2. Gunnar Þór Heimisson 121 högg
  3. Stefán Jökull Bragason 144 högg

Höggleikur með forgjöf: Gunnar Þór Heimisson 105  högg

Stelpur 12 ára og yngri

  1. Halla Stella Sveinbjörnsdóttir 153 högg
  2. Elísabet Sunna Scheving 154 högg
  3. Helga Grímsdóttir 154 högg

Höggleikur með forgjöf: Helga Grímsdóttir 114  högg

Strákar 13-14 ára

  1. Gunnlaugur Árni Sveinsson 208 högg
  2. Logi Traustason 247 högg
  3. Jósef Ýmir Jensson 258 högg

Höggleikur með forgjöf: Óskar Garðar Lárusson 197  högg

Stelpur 13-14 ára

  1. Karen Lind Stefánsdóttir 272 högg
  2. Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir 299 högg

Höggleikur með forgjöf: Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir 221 högg

Strákar 15-16 ára

  1. Breki Gunnarsson Arndal 226 högg
  2. Dagur Fannar Ólafsson 230 högg
  3. Róbert LEÓ Arnórsson 231 högg

Stúlkur 15-16 ára

  1. Laufey Kristín Marinósdóttir 260 högg
  2. Katrín Hörn Daníelsdóttir 263 höggum

Öldungar 70+ Mýrin

  1. Skarphéðinn Sigursteinsson 52 punktum
  2. Guðmundur Magnús Oddsson 49 punktum
  3. Áki Jónsson 47 punktum

Öldungar konur 65+ (höggleikur með forgjöf)

  1. Ragna Stefanía Pétursdóttir 219 nettó
  2. Soffía Ákadóttir 227 nettó
  3. Ágústa Guðmundsdóttir 230 nettó

 

Höggleikur án forgjafar: Ragna Stefanía Pétursdóttir 282 högg

Öldungar karla 65+ (höggleikur með forgjöf)

  1. Gunnar Heimir Ragnarsson 211 höggum nettó
  2. Randver Ármannsson 214 höggum nettó
  3. Sighvatur Dýri Guðmundsson 221 höggi netó

Höggleikur án forgjafar: Tómas Jónsson  247 högg

 Öldungar konur 50+

  1. Kristín Þórisdóttir 218 nettó
  2. Linda Björg Pétursdóttir 219 nettó
  3. Guðrún María Benediktsdóttir 223 nettó

Höggleikur án forgjafar50+:  Elísabet Böðvarsdóttir 277 högg

Öldungar karla 50 plús

  1. Halldór Ingi Lúðvíksson 207 nettó
  2. Úlfar Jónsson; 208
  3. Helgi Svanberg Ingason 210

Höggleikur án forgjafar 50 +: Úlfar Jónsson 205 högg

5. flokkur karla punktar

  1. Sigvaldi Einarsson 105 punktar
  2. Helgi Rafnsson 95 punktar
  3. Kjartan Birgisson 86 punktar

4. flokkur kvenna punktar

  1. Laufey Dís Ragnarsdóttir 113 punktar
  2. Sigríður Ólafsdóttir 111 punktar
  3. Fjóla Rós Magnúsdóttir 109 punktar

4. flokkur karla punktar

  1. Snorri Björn Sturluson 114 punktar
  2. Arnar Bjarni Stefánsson 100 punktar
  3. Þórir Gunnarsson 96 punktar

3. flokkur kvenna

  1. Kristín María Kjartansdóttir 107 punktar
  2. Edda Valsdóttir 102 punktar
  3. Ingveldur Björk Finnsdóttir 100 punktar

3. flokkur karla

  1. Ragnar Þórður Jónasson 347 högg
  2. Svavar Geir Pálmarsson 349 högg
  3. Árni B Kvaran 351 högg

2. flokkur kvenna

  1. Heiðrún Líndal Karlsdóttir 375 högg
  2. Helga Björg Steingrímsdóttir 381 högg
  3. Hólmfríður Hilmarsdóttir 400 högg

2.  flokkur karla

  1. Einar Vignir Hansson 327 högg
  2. Gunnar Valdimar Johnsen 328 högg eftir bráðabana um 2. sæti
  3. Kristófer Óli Baldursson 328 högg eftir bráðabana 3. sæti

1. flokkur kvenna

  1. Helga Þorvaldsdóttir 328 högg
  2. Jónína Pálsdóttir 350 högg
  3. Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir 351 högg

1. flokkur karla

  1. Yngvi Sigurjónsson 303 högg
  2. Kjartan Jóhannes Einarsson 308 högg
  3. Hreiðar Bjarnason 312 högg

Meistarflokkur kvenna

  1. Anna Júlía Ólafsdóttir 320 högg eftir bráðabana um 1. sæti
  2. Ingunn Einarsdóttir 320 högg eftir bráðabana um 1. sæti
  3. María Björk Pálsdóttir 326 vann eftir bráðabana um 3. sæti

Meistaraflokkur karla

  1. Ragnar Már Garðarsson 276 högg
  2. Hlynur Bergsson 290 högg
  3. Breki Gunnarsson Arndal 293 högg