Okkar maður Aron Snær Júlíusson byrjar vel í úrtökumóti fyrir Evróputúrinn en hann spilaði fyrsta hringinn á þremur höggum undir pari og er jafn í 7. sæti þegar þetta er skrifað. Nokkur fjöldi kylfinga á eftir að klára leik. Aron Snær fékk sjö fugla og fjóra skolla þannig að hann er til alls líklegur í framhaldinu. Aron Snær er ekki nema 21 árs og er þetta hans fyrsta úrtökumót á atvinnumannamótaröð. Hann ræðst ekki á garðinn sem hann er lægstur eða sjálfan Evróputúrinn. Aron Snær endaði Eimskipsmótaröðina með látum þegar hann vann GR bikarinn sem er eitt af stóru mótunum á mótaröð hinna bestu. Við sendum Aroni Snæ jákvæða strauma og fylgjumst spennt með framhaldinu. Hægt er að fylgjast með stöðu mála með því að smella hér -> Staðan í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina