Anna Júlía Ólafsdóttir vann meistaraflokk kvenna með töluverðum yfirburðum en hún spilaði hringina fjóra á samtals 304 höggum. Það var meiri spenna um þriðja sætið en hún Katrín Hörn Daníelsdóttir landaði silfrinu á 324 höggum. Elísabet Ólafsdóttir hreppti svo þriðja sætið, tveimur höggum á eftir Katrínu eða á 326 höggum.

Hún var meiri spennan í meistaraflokki karla. Fyrir lokadaginn var staðan vænleg hjá Sigurði Arnari Garðarssyni, hann var samtals á átta höggum undir pari, Aron Snær Júlíusson var á þremur höggum undir pari og Egill Ragnar Gunnarsson fylgdi fast á eftir Aroni á tveimur höggum undir pari. Aron Snær saxaði jafnt og þétt á Sigurð Arnar og var með eins höggs forystu á 17. Holu. Þar bjargar Aron sér með fallegu höggi úr glompu sem tryggði honum parið, Sigurður Arnar tvíputtaði fyrir öruggu pari. Á átjándu holu innsiglaði Aron Snær sigurinn með fallegum fugli á meðan Sigurður kláraði holuna á parinu. Aron Snær spilaði samtals á 280 höggum, Sigurður Arnar var á 282 höggum og Egill Ragnar lenti í þriðja sætinu á 285 högum.

Við óskum þeim Aroni Snæ og Önnu Júlíu innilega til hamingju með titlana!

Úrslit í öðrum flokkum má finna hér -> Verðlaunaskjal.