About fannar

This author has not yet filled in any details.
So far fannar has created 240 blog entries.

Fjórða Miðvikudagsmótið á morgun

Á morgun er fjórða Miðvikdudagsmót ársins af sjö. Mæting kylfinga hingað til hefur verið frábær og því hvetjum við alla til að mæta á morgun, enda spáir góðu veðri. Mótið telur að sjálfsögðu í heildarkeppninni, en bestu fjögur mót sumarsins (af þeim sjö sem eru […]

By |29.07.2008|Categories: Fréttir almennt|

Bylgjan Open 2008

Núna rétt í þessu lauk golfmótinu Bylgjan Open 2008 hér á Vífilsstaðavelli. Mótið var stórskemmtilegt, en mótið var tveggja daga punktakeppni með niðurskurði eftir fyrri daginn. Veðrið stríddi kylfingum töluvert fyrri daginn en þann seinni sýndu veðurguðirnir á sér betri hliðarnar fram eftir degi. Mótið var allt hið veglegasta, en veitt voru glæsileg verðlaun fyrir fyrstu fimm sætin, nándarverðlaun á öllum par 3 holum auk verðlauna fyrir lengsta upphafshögg á 12. braut. Þá voru ógrynnin öll af vinningum sem gengu út í skorkortaútdrætti.

 

Leikar fóru þannig að Berglind Hafliðadóttir hafði sigur með 71 punkt, 35 punkta fyrri daginn og 36 punkta seinni daginn. Fékk hún val um vinninga og valdi sér að fá ferð fyrir einn til Sotogrande í Portúgal í haust á vegum Sumarferða. Annar varð Einir Logi Eiðsson. Þá datt Örn Arnarsson í lukkupottinn þegar hann hlaut  sömu ferð og Berglind í verðlaun með skorkortaúdrætti. Listi yfir verðlaunahafa er  hægt að sjá með því að smella á „Lesa meira“ hér að neðan.

 

Bylgjan og GKG þakka kærlega fyrir sig og hlakka til að sjá kylfinga aftur að ári.

By |27.07.2008|Categories: Fréttir almennt|

Fyrri degi Bylgjan Open að ljúka

Nú rétt í þessu var stormasömum fyrri degi á Bylgjan Open 2008 að ljúka þegar síðasta holl kom í hús.  Sterkir vindar blésu um Vífilsstaðavöll í dag og hafði það áhrif á spilið og skorin.  Eftir fyrri daginn leiðir Berglind Hafliðadóttir mótið með 35 punkta,  með tveggja punkta forskot á […]

By |26.07.2008|Categories: Fréttir almennt|

Haukur V Bjarnason sigraði aldurinn

Í nýliðnu meistaramóti GKG gerðist sá fáheyrði atburður að keppandi í flokki karla 70 ára og eldri lék seinasta hringinn á 78 höggum. Er sá glæsilegi hringur kannski ekki í frásögur færandi nema ekki væri fyrir þá staðreynd að kylfingnum sem það tókst, Hauki V Bjarnasyni, er 79 ára gamall (elsti keppandinn á meistaramótinu) og fyllir áttunda tuginn í haust. Haukur afrekaði sem sagt að „sigra eigin aldur“ með einu höggi. Er hann í tiltölulega fámennum hópi sem það hafa afrekað og vildi gkg.is heyra í kappanum og forvitnast aðeins um golfið og hann.

 

Smellið á "Lesa Meira" til að fræðast meira um Hauk


By |22.07.2008|Categories: Fréttir almennt|

Öldungastarf í fullum gangi

Öldungar í GKG eru hvattir til að kíkja á „Öldungahornið” sem er efst í horninu hægra megin á auglýsingatöflu í golfskálanum. Þar eru alltaf upplýsingar um það sem er að gerast hverju sinni ásamt úrslitum úr síðustu spiladögum.

Öldungaspil næsta miðvikudag, 23. júlí, er punktakeppni. Munið að skila inn […]

By |21.07.2008|Categories: Fréttir almennt|

Sumaræfingar GKG dagana 23.-25. júlí

Vegna Íslandsmótsins í höggleik dagana 23.-25. júlí í Vestmannaeyjum verða þjálfarar klúbbsins fjarverandi við keppni.

 

Þessa daga falla niður allar formlegar æfingar. Hinsvegar verður starfsmaður á æfingasvæðinu þessa daga á milli 10-12 . Þar geta krakkarnir komið og fengið fría æfingabolta til að slá undir eftirliti.

 

Með kveðju

Þjálfararnir

By |21.07.2008|Categories: Fréttir almennt|

Meistaramóti GKG 2008 lokið

Sigmundur Einar Másson og María Málfríður Guðnadóttir urðu klúbbmeistarar GKG í karla og kvennaflokki á nýliðnu meistaramóti og var Sigmundur að tryggja sér titilinn fjórða árið í röð. Sigrarnir hjá þeim báðum voru mjög öruggir, en Sigmundur sigraði með 9 högga mun og María með 13 höggum. Frábær árangur hjá […]

By |15.07.2008|Categories: Fréttir almennt|

Þriðja Miðvikudagsmótið á morgun

Á morgun er þriðja Miðvikdudagsmót ársins, en fyrstu tvö mótin voru haldin þá 18. júní og 2. júlí síðastliðna. Mæting kylfinga hingað til hefur verið frábær og því hvetjum við alla til að mæta á morgun, enda spáir góðu veðri. Mótið telur að […]

By |15.07.2008|Categories: Fréttir almennt|

GKG-konur keppa við GÖ konur á Víiflsstaðavellinum

Þriðjudaginn 15. júlí n.k. keppa GKG-konur við GÖ-konur á Vífilsstaðavellinum.  Leiknar verða 18 holur.  Skráning fer fram á golf.is og er fyrsti rástími kl. 15:30 og sá síðasti kl. 18:00.  GÖ konur greiða kr. 2.500 í vallargjald til GKG og GKG konur greiða kr. 1.500 með peningum til kvennanefndar GKG […]

By |14.07.2008|Categories: Fréttir almennt|

Lokahóf meistaramóts GKG

Meistaramóti GKG fer nú óðum að ljúka, en það hefur staðið yfir frá sunnudeginum. Kylfingar hafa reynt sig í blíðskaparveðri og notið þess að spila golf á okkar flotta velli. Glæsileg tilþrif og góð skor hafa sést, en það besta hingað til náði Guðjón Ingi Kristjánsson er hann spilaði annan […]

By |11.07.2008|Categories: Fréttir almennt|
Go to Top