Kvennamót á þriðjudaginn
Á þriðjudaginn 30.maí verður haldið 9 holu punktamót fyrir konur í GKG. Þátttökugjald er kr. 1000 og verða veitt verðlaun fyrir efstu sætin. Skráning er uppá kvennatöflu í skálanum á venjulegum þriðjudagstímum frá kl. 16.30 til kl.18.00.
Nú fer að líða opnun hjá okkur í GKG og af því tilefni viljum við minna á Kvennatímana vinsælu en þeir eru nú þegar hafnir á vetrarvellinum. Kvennatímarnir eru á þriðjudögum frá kl.16.30 til 18.00. Skráningarblað verður staðsett uppí skála og eru […]
Völlurinn lítur vel út og var byrjað að slá brautir nú í morgun í hreint frábæru veðri. Flatirnar voru einnig sleggnar í morgun og er allt að verða í standi fyrir laugardaginn.
Nú stendur yfir vinna við móttökuhúsið þar sem skráning á rástíma mun fara fram í sumar. En eins og völlurinn leit út nú í morgun þá verður þessu verki eflaust lokið fyrir opnun vallarins. Myndirnar sem hér fylgja eru af staðsetningu nýja móttökuhússins sem og vellinum okkar.