Niðjamót GKG 2010
Hið árlega niðjamót GKG fer fram laugardaginn 3.júlí. Þetta er stærsti viðburðurinn í fjölbreyttu fjáröflunarstarfi afreksunglinga klúbbsins og hvetjum við því mömmur og pabba, ömmur og afa til þess að mæta með niðjum sínum og eiga góða stund saman við skemmtilegan leik og spennandi keppni. Að þessu sinni er motið opið öllum klúbbum og hvetjum við því alla til þess að fá með sér vini og félaga úr öðrum klúbbum (gildir þó áfram reglan um að annar keppendana í hverju liði sé niðji hins, þ.e. barn, barnabarn eða tengdabarn).
Smellið hér til þess að skrá í mótið á golf.is og á "Nánar" hér að neðan til þess að sjá auglýsingu um mótið með nánari upplýsingum.
.png)
Nokkrir af unglingum GKG tóku þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór á Keilisvelli í Hafnarfirði í síðustu viku. Starkaður Sigurðarson stóð sig þar frábærlega, spilaði á 73-77-76-74 = 300 og endaði í 17.sæti. Tvo dagana spilaði hann til […]
Unglinganefnd GKG hefur ákveðið að halda í fyrsta skipti barnamótaröð í sumar. Mótin eru ætluð börnum 12 ára og yngri (fæddum 95 og síðar) og eru annað hvort með enga eða hámarksforgjöf. Mótin fara fram á 9.holu vellinum okkar, Mýrinni, og verða 3 talsins í […]
Niðjamót GKG fór fram laugardaginn 16. júní og gekk mjög vel. Tveir voru saman í liði og annar var afkomandi hins. Veður hefði getað verið betra, austan strekkingur allan tímann en þurrt allt mótið.
Emil Þór Ragnarsson sigraði á fyrsta stigamótinu í flokki 13 ára og yngri stráka. Hann spilaði á 82 höggum í gær sem var mjög góður árangur en bætti aldeilis við í morgun og spilaði þá á 75 höggum. Þar með tryggði hann sér tveggja högga […]