Fréttir af unglingastarfi

Home/Fréttir/Fréttir af unglingastarfi

Sigurður sigraði á FCG Florida mótinu á PGA National

Sigurður Arnar Garðarsson, afrekskylfingur úr GKG, tók þátt í FCG Florida unglingamótinu rétt fyrir áramót sem haldið var á hinu fræga golfsvæði PGA National í Palm Springs Gardens í Flórída.

Sigurður lék hringina tvo á 71 og 73 höggum, eða á parinu í heildina. Hann leiddi mótið með einu höggi eftir fyrri […]

Ingvar Andri í 9. sæti og Hulda Clara í 29. sæti á ÓL ungmenna

 
Hulda Clara Gestsdóttir og Ingvar Andri Magnússon, bæði úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Buenos Aires í Argentínu.

Einstaklingskeppninni lauk í dag þar sem leiknir voru þrír keppnishringir á þremur dögum.

Ingvar Andri endaði í 9. […]

GKG krakkar fögnuðu á uppskeruhátíð í gær!

Í gær lauk sumar og haustæfingum GKG og af því tilefni var haldin uppskeruhátíð þar sem veitt voru verðlaun fyrir bestan árangur í sumar í Mix og Kristals mótaröðunum, sem og veittar viðurkenningar fyrir helstu afrek sumarsins.

Hátíðin var vel sótt, yfir 100 iðkendur aðstandendur enda var salurinn þétt setinn og […]

Úrslit eftir fimmta og seinasta Mix mótið sem lauk á laugardag

Á laugardag fór fram fimmta og seinasta mótið í Mix mótaröð byrjenda og luku 33 keppni. Verðlaunasæti eru hér fyrir neðan, en úrslit allra eru á golf.is í mótaskrá. Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og óskum ykkur til hamingju með árangurinn. Heildarúrslit verða birt fljótlega og síðan verður verðlaunaafhending á […]

Þrír stigameistarar frá GKG – Hulda Clara efnilegust!

Lokahóf Íslandsbankamótaraðarinnar fór fram s.l. sunnudagskvöld að loknu fimmta og síðasta móti tímabilsins á mótaröð yngri afrekskylfinga Íslands.

Alls voru sjö stigameistarar krýndir á lokahófinu sem fram fór í Íþróttamiðstöð GKG. Efnilegustu kylfingar Íslandsbankamótaraðarinnar voru útnefndir. Þau eru Birgir Björn Magnússon, GK og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG.

Við óskum þeim öllum innilega […]

Dagur Fannar og Sigurður Arnar sigruðu á seinasta stigamóti ársins!

Keppnistímabilinu á Íslandsbankamótaröð unglinga lauk í gær, sunnudaginn 26. ágúst. Fimmta mót tímabilsins fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagana 24.-26. ágúst.

Keppt var  í fjórum aldursflokkum hjá piltum og þremur aldursflokkum hjá stúlkum. Mótið var það fimmta á keppnistímabilinu.

Af okkar fólki voru það Dagur Fannar Ólafsson sem […]

Stúlkurnar okkar Íslandsmeistarar! Árangur allra sveita GKG

Ágústmánuður er annasamur hjá keppniskylfingunum okkar en þá fara fram m.a. Íslandsmót golfklúbba, allt frá unglingum, meistaraflokkum og til eldri kylfinga. GKG tefldi fram vöskum hópi kylfinga og náðu margar sveitirnar frábærum árangri, en stúlknasveit 18 ára og yngri urðu Íslandsmeistarar í ár! Hér er samantekt árangurs sveitanna.

Í efstu deild […]

Ragnar Már lék vel á Opna hollenska áhugamannamótinu

Ragnar Már Garðarsson og Ingvar Andri Magnússon, afrekskylfingar úr GKG, eru við keppni erlendis á sterkum áhugamannamótum.

Ragnar Már hefur lokið keppni í Hollandi þar sem hann tók þátt í Dutch Amateur Championship á Eindhoven golf club. Ragnar lék hringina fjóra á 72-76-72-77, samtals 9 yfir pari og hafnaði í 29. […]

Úrslit eftir fjórða Mix mótið sem lauk í gær

Í gær lauk fjórða mótinu af fimm í Mix mótaröð byrjenda. Flott þátttaka var en yfir 40 luku keppni. Verðlaunasæti eru hér fyrir neðan, en úrslit allra eru á golf.is í mótaskrá. Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og óskum ykkur til hamingju með árangurinn, margir sem lækkuðu forgjöfina! Vonum að […]