Fréttir af unglingastarfi

Home/Fréttir/Fréttir af unglingastarfi

Úrslit í barna og unglingaflokkum í Meistaramóti GKG

Í gær lauk Meistaramóti GKG í barna- og unglingaflokkum og léku 63 keppendur í þrjá daga í blíðskaparveðri. Margir keppendur náðu flottum árangri og skemmtu sér vonandi vel en mörg þeirra voru að taka þátt í sínu fyrst Meistaramóti.

Verðlaunaafhending og lokahóf var haldið í gær fyrir 12 ára og yngri […]

Eva María og Markús lönduðu Íslandsmeistaratitlum um helgina!

Íslandsmótið í holukeppni 2019 á Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram á Húsatóftavelli hjá Golfklúbbi Grindavíkur um helgina.

Úrslitin réðust á sunnudag þar sem að sjö Íslandsmeistarar í holukeppni voru krýndir:

Piltar 19-21 árs

  1. Sverrir Haraldsson, GM
  2. Elvar Már Kristisson, GR
  3. Henning Darri Þórðarson, GK
  4. Lárus Garðar Long, GV

Íslandsbankamótaröðin: GKG með 5 sigra af 7 mögulegum!

Annað mót tímabilsins á Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram á Strandarvelli hjá Golfklúbbnum á Hellu. Keppt var í fjórum aldursflokkum hjá piltum og þremur hjá stúlkum. Tæplega 130 keppendur tóku þátt og komu þeir frá alls 11 golfklúbbum víðsvegar af landinu.
 
Flestir voru úr GKG eða alls […]

Sigurður sigraði á FCG Florida mótinu á PGA National

Sigurður Arnar Garðarsson, afrekskylfingur úr GKG, tók þátt í FCG Florida unglingamótinu rétt fyrir áramót sem haldið var á hinu fræga golfsvæði PGA National í Palm Springs Gardens í Flórída.

Sigurður lék hringina tvo á 71 og 73 höggum, eða á parinu í heildina. Hann leiddi mótið með einu höggi eftir fyrri […]

Ingvar Andri í 9. sæti og Hulda Clara í 29. sæti á ÓL ungmenna

 
Hulda Clara Gestsdóttir og Ingvar Andri Magnússon, bæði úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Buenos Aires í Argentínu.

Einstaklingskeppninni lauk í dag þar sem leiknir voru þrír keppnishringir á þremur dögum.

Ingvar Andri endaði í 9. […]

GKG krakkar fögnuðu á uppskeruhátíð í gær!

Í gær lauk sumar og haustæfingum GKG og af því tilefni var haldin uppskeruhátíð þar sem veitt voru verðlaun fyrir bestan árangur í sumar í Mix og Kristals mótaröðunum, sem og veittar viðurkenningar fyrir helstu afrek sumarsins.

Hátíðin var vel sótt, yfir 100 iðkendur aðstandendur enda var salurinn þétt setinn og […]

Úrslit eftir fimmta og seinasta Mix mótið sem lauk á laugardag

Á laugardag fór fram fimmta og seinasta mótið í Mix mótaröð byrjenda og luku 33 keppni. Verðlaunasæti eru hér fyrir neðan, en úrslit allra eru á golf.is í mótaskrá. Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og óskum ykkur til hamingju með árangurinn. Heildarúrslit verða birt fljótlega og síðan verður verðlaunaafhending á […]

Þrír stigameistarar frá GKG – Hulda Clara efnilegust!

Lokahóf Íslandsbankamótaraðarinnar fór fram s.l. sunnudagskvöld að loknu fimmta og síðasta móti tímabilsins á mótaröð yngri afrekskylfinga Íslands.

Alls voru sjö stigameistarar krýndir á lokahófinu sem fram fór í Íþróttamiðstöð GKG. Efnilegustu kylfingar Íslandsbankamótaraðarinnar voru útnefndir. Þau eru Birgir Björn Magnússon, GK og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG.

Við óskum þeim öllum innilega […]

Dagur Fannar og Sigurður Arnar sigruðu á seinasta stigamóti ársins!

Keppnistímabilinu á Íslandsbankamótaröð unglinga lauk í gær, sunnudaginn 26. ágúst. Fimmta mót tímabilsins fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagana 24.-26. ágúst.

Keppt var  í fjórum aldursflokkum hjá piltum og þremur aldursflokkum hjá stúlkum. Mótið var það fimmta á keppnistímabilinu.

Af okkar fólki voru það Dagur Fannar Ólafsson sem […]