Síðastliðinni þriðjudag, 16.september, var haldið lokahóf barna- og unglingastarfs GKG fyrir sumarið 2008. Þar voru veitt verðlaun fyrir árangur sumarins og fyrir mótaraðirnar okkar auk þess sem boðið var upp á pizzu.
Það voru þau Ingunn Gunnarsdóttir og Guðjón Ingi Kristjánsson sem fengu verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur að þessu sinni. Ingunn átti frábært tímabil þar sem hún náði m.a. að sigra á fyrsta stigamóti fullorðinna á Hellu í vor. Hún sigraði síðan í 3 stigamótum unglinga, varð íslandsmeistari í sveitakeppni unglinga og varð einnig klúbbmeistari kvenna GKG. Guðjón Ingi varð í öðru sæti í íslandsmóti unglinga í höggleik og spilaði þar fyrsta hringinn á 68 höggum. Hann varð síðan í 2.sæti í sveitakeppni unglinga, varð klúbbmeistari GKG og lækkaði forgjöf sína úr 4.0 í 2.5.
Hér að neðan er svo nánara yfirlit yfir alla þá sem fengu verðlaun fyrir árangur sinn í sumar.