Kæru félagar,
Nú stefnum við að því að slá öll fyrri met varðandi þátttakendafjölda í lokamóti ársins Bændaglímunni 2017!
Í ljósi þess að Bændaglíman fylltist nánast samdægurs þegar skráning hófst án þess að við auglýstum hana höfum við ákveðið að bæta í betur.
Bændaglíman 2017 verður jafnframt leikin á Mýrinni og verða spilaðir 2 hringir eða 18 holur. Skráning fer fram á golf.is, Bændaglíman 2017 (Mýin). Þátttökugjaldið er eingöngu kr. 3.900 og er innifalinn matur hjá Mulligan … sem sagt gjöf en ekki gjald.
Nánari upplýsingar:
Hin árlega Bændaglíma GKG fer fram laugardaginn 7. október um er að ræða síðasta innanfélagmót ársins og það verður öllu tjaldað til. Bændur í ár eru Vernharð Þorleifsson betur þekktur sem Venni Páer og Þórhallur Sverrisson (Tóti draumur) þekktastur fyrir leik sinn í íslensku stórmyndinni Íslenski draumurinn. Þeir ætla að stýra mótinu og sínum liðum til sigurs. Þau í Mulligan sjá um matinn (lambakjöt og bernaise).
Fyrirkomulag
4 manna texas scramble punktakeppni með fgj.(hámarksforgjöf karla er 36 og kvenna 40, deilt er í 10 í samanlagða leikforgjöf keppenda)
Tvö lið og sigurliðið er það sem er með flestu sameiginlegan punktafjölda, ef leikar enda jafnir þá fara bændur í bráðabana. Þeir sem spila Mýrina spila tvo hringi (18 holur )
Mæting kl 12. (Bændur kynntir, farið yfir leikskipulagið og dregið í lið).
Keppnin hefst kl 13 og er ræst á öllum teigum samtímis.
Veitt eru fyrir þann ráshóp sem er með flestu punktana, auk þess verður lengsta drive á 12. bæði fyrir konur og karla á Leirdalnum og 5. á Mýrinni, nándarverðaun verða á öllum par 3 holum
Borðhald hefst um kl 18:00 í skálanum
Verð einungis 3.900 kr á mann (innifalið er maturinn).
Skráning fer fram á golf.is athugið að liðin skipast eftir því hverjir skrá sig saman á rástíma.
Hlökkum til að sjá sem flesta!
Aldurstakmark er 20 ára!!!
Áfram GKG !