“Uppfærsla 05.10.2018

Bændaglíman hefur verið færð til sunnudagins 7. október. Ath. að kylfingar þurfa ekki að skrá sig aftur, hins vegar þarf að lát vita ef þeir geta ekki spilað.”

“Uppfærsla 03.10.2018

Spáin er ekki  góð fyrir laugardaginn, spár rætast stundum en ekki oft;-) Við höfum því jafnframt tekið sunnudaginn frá fyrir bændaglímuna sem er með flotta spá. Á föstudaginn munu bændur taka ákvörðun um hvort mótið verði fært yfir á sunnudag. Ath. að ef mótið verður fært þurfa einstaklingar ekki að skrá sig aftur, hins vegar þarf að lát vita ef aðilar geta ekki spilað.”

Hin árlega Bændaglíma GKG fer fram laugardaginn 6. október um er að ræða síðasta innanfélagmót ársins og það verður öllu tjaldað til.  Bændur í ár eru Jón K. Baldursson formaður mótanefndar og Agnar Már Jónsson framkvæmdastjóri.  Þeir ætla að stýra mótinu og sínum liðum til sigurs. Þau í Mulligan sjá um matinn (lambakjöt og bernaise).
 
Fyrirkomulag

4 manna texas scramble punktakeppni með fgj.(hámarksforgjöf karla er 36 og kvenna 54, deilt er í 10 í samanlagða leikforgjöf keppenda)
Kepp er í tveimur liðum og sigrar það lið sem er með flestu sameiginlegan punktafjölda,  ef leikar enda jafnir þá fara bændur í bráðabana. 

Mæting kl 12.  (Bændur kynntir, farið yfir leikskipulagið og dregið í lið).
Keppnin hefst kl 13 og er ræst á öllum teigum samtímis. Þeir sem eru skráðir saman á teig spila saman í holli.
 
Veitt eru fyrir þann ráshóp sem er með flestu punktana, auk þess verða nándarverðaun verða á öllum par 3 holum

Borðhald hefst um kl 18:00 í skálanum
 
Verð einungis 5.500 kr á mann (innifalið er maturinn).
 
Skráning fer fram á golf.is athugið að liðin skipast eftir því hverjir skrá sig saman á rástíma. 
 
Hlökkum til að sjá sem flesta!
 
Aldurstakmark er 20 ára!!!
 
Áfram GKG !