Skráning í síðasta innanfélagsmót tímabilsins hefst í dag klukkan 12.00! Mótið fer fram laugardaginn 26.09. næstkomandi.
 
Fyrirkomulagið er 4 manna texas scramble punktakeppni og skiptast þátttakendur í tvö lið. Það lið sem er með flesta punkta samanlagt sigrar.

Skráning í mótið fer fram á golfbox, þar sem hægt verður að skrá heilt lið – eða einstakling.
Ekki verður greitt við skráningu eins og hefur verið vaninn í mótum í sumar, heldur fer greiðsla fram í afgreiðslunni í Proshop hjá okkur.

Hámarskfjöldi liða að þessu sinni er 24, samtals 96 keppendur.
 
Hér eru upplýsingar vegna stöðunnar í Covid 19 faraldrinum:

  • Við munum taka stöðuna eftir helgi þar sem verður tekin ákvörðun um það hvort ræst verði út í rúllandi ræsingu á milli 10:00-13:00 eða hvort það verði shotgun ræsing eins og hefur verið frá 14:00.
  • Ekki verður dregið í liðin uppí skála eins og undanfarin ár, heldur verða liðin kynnt klukkan 16 daginn áður með tölvupósti, til þeirra sem hafa skráð sig í mótið.
  • Við munum einnig taka stöðuna á því eftir helgi hvort hægt verði að vera með borðhald eftir mót eins og hefur verið, eða hvort það taki á sig aðra mynd.

Við vonum að þið sýnið þessu öllu saman skilning og skráið ykkur í þetta stórskemmtilega mót klukkan 12!

Hér er hlekkur á skráninguna.
 
Við hlökkum til að sjá ykkur,
Mótsstjórn