Birgir Leifur er á 1 höggi undir pari eftir 9 holur í dag á Lexus Open mótinu sem fram fer á Larvik golfvellinum í Noregi þessa helgi. Birgir Leifur lék á parinu í gær og er í ágætis málum ef hann heldur uppteknum hætti.

 Ætla má að niðurskurðurinn verði parið í lok þessa dags. Það má því ekkert út af bera.

 Heiðar Davíð Bragason úr GKJ er einnig að taka þátt í þessu móti og hefur leikið á 2 höggum undir pari fyrri 9 holurnar í dag. Hann var á 1 höggi yfir pari í gær og er því jafn Birgi á 1 höggi undir pari.