Birgir Leifur byrjaði vel í morgun með því að fá 2 fugla á fyrstu 5 holunum. Síðan var þetta ekki að ganga nógu vel þar sem hann fékk 5 skolla á næstu 13 holunum. og endaði á 75 höggum eða +3 yfir pari að loknum 18 holum.
Birgir Leifur er núna í 47. – 54. sæti þegar þó nokkuð af kylfingum á eftir að klára hring dagsins. Einungis er einn hringur eftir til þess að freista þess að verða á meðal 30 efstu, en til þess að það níst má gera ráð fyrir að hann þurfi að spila á 3 – 4 höggum undir pari á morgun. Það er ekki fjarlægur möguleiki enda hefur Birgir Leifur oft sýnt það að hann hefur alla burði til þess að spila vel þegar þess gerist þörf. Birgir Leifur hefur tvívegis verið einungis 2 höggum frá því að vera meðal þeirra sem fá keppnisskírteini Evrópumótaraðarinnar. Það var árin 2001 og 2004. Árin 2002, 2003 og 2005 féll hann út á 2. stigi.