Birgir Leifur lék fyrri 9 holurnar skollalaust á -2 undir pari. Hann hélt uppteknum hætti á seinni 9 holunum þegar hann fékk fugl á 11. braut. Hann fékk síðan skolla á 14. og 17. en bjargaði -1 undir pari á seinni með því að setja niður örn á 16. brautinni sem er 457 metra löng par 5 hola.
Hann endaði hringinn í dag á -3 undir pari á samtals 69 höggum og er því í 5.- 7. sæti einungis 1 höggi á eftir Patrik Sjöland sem sigrað hefur 2 mót á Evrópumótaröðinni á árum áður og er í 2. sæti ásamt 2 öðrum kylfingum og 3 höggum frá Norðmanninum Erik T. Johansen sem leiðir mótið með 3 högga forystu.
Birgir leikur 2. hring sinn á Nýja vellinum klukkan 10:50 á sunnudaginn og byrjar þá á 10. teig.