Birgir Leifur spilaði ágætlega og endaði hringina 2 á samtals -1 höggi undir pari eða á 143 höggum samtals. Skorið var niður við 143 högg og var Birgir Leifur því á tæpasta vaði en engu að síður mun hann keppa næstu 2 keppnisdagana þar sem ráshópar raðast út eftir árangri.
Birgir Leifur lék hringina 2 á 143 höggum. Hann fékk samtals; 21 par. 1 örn, 7 fugla 6 skolla og 1 skramba sem dugði honum til að komast í gegn um niðurskurðinn. Segja má að Birgir Leifur hafi tryggt sér áframhaldandi þátttöku með því að setja niður örn á 15. holunni sem er 490 metra par 5 hola. Fuglana þrjá fékka hann hinsvegar á 6. braut sem er par 3, 11. holunni sem er par 5 hola og 18. holunni sem er par 4 hola og kostaði Birgi Leif högg á fyrsta hring.
Birgir Leifur hitti 18 af 28 brautum, 27 flatir, púttaði 49 pútt á þeim flötum sem hann hitti á holunum 36 og púttaði 30,5 pútt á hring að meðaltali. Hann átti fjórtán einpútt, nítján tvípútt og þrjú þrípútt. Skv. tölfræðinni voru það par 5 brautirnar sem Birgir Leifur er hvað sterkastur á. Hann vann upp þrjú högg á par 5 brautunum, tapaði þremur höggum á par 4 brautum og vann upp eitt högg á par 3 brautunum.
Ekki er búið að raða niður rástímum morgundagsins en eins og undanfarna daga mun sjónvarpsstöðin Sýn sýna beint frá þessu móti sem er liður í Evrópumótaröð karla.