Birgir Leifur endaði á -1 höggi undir pari á öðrum hring Open Des Volcans mótinu í Frakklandi í morgun. Hann tryggði sér þar með áframhaldandi þátttöku eftir niðurskurð sem fram fór í hádeginu í dag. Skorið var niður við +2 yfir pari að þessu sinni.
Birgir Leifur spilaði hringina 2 á -2 undir pari og var í 15.-20. sæti að loknum 2 hringjum og komst því auðveldlega í gegn um niðurskurðinn. Birgir Leifur hóf leik eftir hádegið í dag og er nú sem stendur á -1 undir pari samtals eftir 3 holur á 3. hring mótsins. Hann fékk skolla á 10. holunni, en Birgir Leifur hóf leik á seinni 9 holunum eftir hádegið í dag.