Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur GKG, lék um helgina á MAPFRE Open de Andalucia mótinu í Andalúsíú á Spáni. Er þetta fyrsta mótið í langan tíma sem Birgir nær að spila á, bæði vegna vandræða með að komast inn á mótin og vegna þrálátra hálsmeiðsla sem meðal annars urðu til þess að hann varð að hætta keppni um síðustu helgi.
Árangur Birgis var þokkalegur, en hann endaði í 68. sæti á 9 höggum yfir pari vallarins. Okkar maður komst þó í gegnum niðurskurðinn og lék hringina fjóra á 73, 71, 76 og 77 höggum. Fyrir árangurinn fær Birgir rúmar 230.000 krónur.
Þótt árangurinn hafi ekki verið sá besti hjá Birgi þá var mikilvægt fyrir hann að klára mótið og koma sér í spilform, nú er hann kominn með eitthvað til að byggja á fyrir næstu mót og er vonandi að hann ná núna nokkrum góðum mótum í röð.
Birgir leikur næst á Portúgal um næstu helgi.