Birgir Leifur er þessa helgina að spila annað mótið sitt á evrópsku mótaröðinni þetta tímabilið, en bæði mótin eru haldin í Suður-Afríku.

Birgir náði því miður ekki í gegnum niðurskurðinn á Leopard Creek vellinum um síðustu helgi, en hann spilaði hringina tvo á samtals fimm höggum yfir pari, en hann bætti sig töluvert á seinni hringnum – lék þá á tveimur höggum undir pari og kom sterkur til baka eftir hrikalegan fyrsta hring.

Þessa helgina spilar Birgir aftur á móti á Pearl Valley vellinum á Opna Suður-Afríku mótinu og hefur staðið sig vel það sem af er. Fyrstu tvo hringina spilaði hann á 79 og 73 höggum. Vissulega eru það ekki tölur sem áhugamenn um Birgir eru vanir að sjá en þess ber að geta að veður var mjög slæmt og skor kylfinga því mjög hátt, enda flaug okkar maður í gegnum niðurskurðinn.

í dag kom hann inn á 75 höggum og er þessa stundina jafn öðrum kylfingum í 59. sæti. Nú er um að gera fyrir Birgi að hitta á góðan hring á morgun og skila sér ofarlega í töfluna og þá getur hann farið ánægður í jólafrí.

Staðan á mótinu

Skorkort Birgis