Þátttaka Birgis Leifs á Áskorendamótaröðinni ræðst að sjálfsögðu á eftirspurn í mótin og getur brugðið til beggja vona með þátttöku eins og gerist og gengur. Þá hefur Birgir Leifur hug á að taka þátt í St.Omer mótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Það skýrist þó þegar líður á sumarið hvort árangur hans geri honum kleift að taka þátt í því móti. Meðal þeirra móta sem Birgir Leifur tekur þátt í er Opna Kasakstan mótið sem haldið er á Nurtau vellinum í Kasakstan. Þetta er eitt af eftirsóttari mótum á Áskorendamótaröðinni. Við hjá GKG munum að sjálfsögðu fylgjast með Birgi Leifi í baráttu hans til að öðlast áframhaldandi keppnisrétt á meðal þeirra bestu í Evrópu.
Birgir Leifur mun koma og starfa hér hjá okkur í GKG í ágúst með framtíðarkylfingum okkar sem starfa inna Fóstrakerfis GKG. Þar er áætlað að hann fari m.a. ítarlega yfir leikskipulag og undirbúning sem kallað er "Course management". Þessi þáttur er gríðarlega mikilsverður þegar leikið er á mótum og að sama skapi hefur verið vanmetinn af kylfingum. Birgir Leifur mun miðla af reynslu sinni á þessu sviði sem og öðru sem til fellur. Birgir verður hjá okkur í 2 – 3 vikur að lokinni sveitakeppni GSÍ sem hann mun að sjálfsögðu taka þátt í ásamt öðrum afrekskylfingum GKG.
Birgir Leifur og fjölskylda hans er nú flutt til Lúxemborgar og mun gera út á mótin á Áskorendamótaröð Evrópu þaðan í sumar.
Hægt er að skoða mótaskrá Birgis Leifs á forsíðunni þar sem stendur "Mótaskrá Birgis Leifs"