Birgir Leifur hefur nú lokið þátttöku á Credit Suisse Challenge mótinu sem fer fram á Wylihof golfvellinum í Sviss. Birgir Leifur fékk 2 skramba (+2) í dag á seinni hlutanum og endaði hringinn á parinu og samtals á 1 höggi undir pari. Niðurskurður var við 2 högg undir pari og munaði því aðeins einu höggi að hann næði niðurskurðinum.
Eins og komið hefur fram hefur Birgir Leifur verið með flensu síðan á miðvikudag og lék fyrsta hringinn með bullandi hita og beinverki, en kláraði þó á 1 höggi undir pari. Hann hafði bara versnað af flensunni á fimmtudagskvöldið en náði góðum 16 tíma nætursvefni og vaknaði sprækur í morgun.
Birgir hóf leik á 10 holunni í dag og lék afar vel framan af og var kominn 2 undir eftir 9 holur og síðan 3 undir eftir 13 holur og öruggur í gegn um niðurskurðinn. Síðan komu 2 skrambar á næstu 3 holum og BIrgir því kominn 1 yfir par þegar 2 holur voru eftir. Hann náði þá að kreista fram fugl á næst síðustu holunni og endaði hringinn á parinu. Í gær lék hann á 1 undir pari. Hann fékk samtals 7 fugla, 25 pör, 2 skolla og 2 skramba.
Nú tekur við hvíld í nokkra daga með fjölskyldunni í Luxemburg þar sem Birgir Leifur býr þar til hann heldur til Spánar og tekur þátt í Open Mahou de Madrid sem hefst 29. júní n.k. Það mót sem er einnig liður í Áskorendamótaröðinni fer fram á Club de Golf La Herreria.