Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur GKG, spilaði ágætt golf í dag á 2. stigi úrtökumóts Evrópumótaraðarinnar sem haldin er á Spáni þessa dagana. Birgir spilaði fyrsta hringinn á pari vallar og er eftir hann í 17.-27. sæti, en aðeins 19 efstu kylfingarnir komast áfram á 3. stigið seinna mánuðinum. Birgir er því í fínni stöðu eins og er þarf að halda þessu formi út mótið.
Birgir endaði í 184. sæti á peningalista mótaraðarinnar þetta árið, en hefði þurft að vera í 115. sæti eða ofar til þess að tryggja sér áframhaldandi þáttökurétt á næsta tímabili.