Birgi Leifi gekk alveg ágætlega í dag eftir að hafa lokið leik á -2 höggum undir pari á Áskorendamótaröðinni í dag. Birgir Leifur er núna í 17. – 23. sæti á samtals -5 höggum undir pari 5 höggum á eftir efsta manni.
Birgir Leifur fékk 6 fugla, 8 pör og 4 skolla í dag og lék á 69 höggum. Í gær lék hann á 68 höggum eða -3 undir pari og er því auðveldlega kominn í gegn um niðurskurðinn sem er líklega miðaður við -2 undir pari.
Það verður gaman að fylgjast með Birgi Leifi á morgun og sunnudag og við vonumst til þess að hann bæti sig enn betur.
Hægt er að skoða allar fréttir af Birgi Leifi hér til hliðar á síðunni undir ‘Fréttir af Birgi Leifi’