Birgir Leifur á rástíma af 10. teig í dag klukkan 14:50 að staðartíma á Open Mahou de Madrid mótinu. Mótið sem er liður í Áskorendamótaröð Evrópu fer fram á Club de Golf La Herreria og stendur fram á sunnudag.  Meðspilarar Birgis Leifs fyrstu 2 dagana eru írinn John Kelly sem er í 225 sæti á peningalista Áskorendamótaraðarinnar og walesbúinn Liam Bond. Birgir Leifur er fyrir þetta mót í 186. sæti á listanum

 Birgi Leifi gekk ekki sem skildi á síðasta móti þar sem hann komst ekki í gegn um niðurskurðinn eftir að hafa lokið leik fyrstu 2 dagana á -1 undir pari. Niðurskurðurinn var þá -2 undir pari og vantaði Birgi Leifi því einungis 1 högg til að ná að halda áfram. Birgir var með hita fyrsta daginn og því ekki í sem bestu ásigkomulagi. Nú er hann allur annar og við óskum honum að sjálfsögðu góðs gengis á Spáni.