Birgir Leifur hóf leik í morgun á Credit Suisse Challenge mótinu sem er hans 6. mót á þessu ári á Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur leikur með norðmanninium Peter Kaensche sem endaði í 2. sæti á Lexus Open mótinu um síðustu helgi í sínu heimalandi og heimamanninum Raphaël De Sousa.
Þeir félagarnir hefja leik klukkan 9:10 að staðartíma eða klukkan 8:10 að íslenskum tíma á Wylihof golfvellinum í Sviss
Við munum fylgjast með okkar manni að sjálfsögðu.