Birgir Leifur gerði góða ferð til Skotlands um helgina þar sem hann tók þátt í Scottish Challenge sem lauk nú í dag. Mótið fór fram á Murcar Links golfvellinum sem er rétt fyrir norðan Aberdeen í Skotlandi.
Birgir Leifur spilaði hringina 4 á -3 höggum undir pari 71-69-70-71=281 og endaði eins og áður sagði í 14. – 17. sæti. Hann hlýtur að launum 3.300 evrur í verðlaunafé. Hann fékk 14 fugla, 49 pör, 7 skolla og 2 skramba á hringjunum 4.
Næsta mót sem Birgir Leifur tekur þátt í er Texbond Open sem fram fer á Ítalíu um næstu helgi.