Birgir Leifur endaði í fjórða sæti í kjöri íþróttamanns ársins sem fór fram fyrr í kvöld á Grand Hótel í beinni útsendingu á RUV og Sýn. Birgir Leifur fékk 156 stig og var 32 atkvæðum á eftir Ólafi Stefánssyni handknattleikskappa. Það er mikil viðurkenning fyrir Birgi Leif að hafa verið á meðal 10 efstu íþróttamanna Íslands að mati íþróttafréttamanna árið 2006.
Það var Guðjón Valur Sigurðsson handboltamaður sem var kjörinn að þessu sinni. Þetta er í 6. sinn sem Birgir Leifur er tilnefndur í kjörinu.