Birgir Leifur var að ljúka leik rétt í þessu og endaði með fugli á 18 holunni og kláraði hringinn í dag á 1 höggi yfir pari. hann er því samanlagt á 4 höggum undir pari.
Birgir Leifur fék 3 skolla og tvo fugla í dag ásamt 13 pörum og endaði eins og áður sagði á 1 höggi yfir pari. Lokastaðan er ekki alveg ljós en nokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik. Birgir Leifur er sem stendur í 40 sæti og á von á um 50. þúsundum íslenskra króna fyrir árangurinn. Skorið hans var 72+70+69+73=284 högg.
SIgurvegarinn Kalle Brink frá Svíþjóð endaði hringina 4 á 275 höggum eða 13 höggum undir pari. Hann hlýtur að launum rúma 1,8 milljón íslenskra króna ásamt öruggum keppnisrétti á Áskorendamótaröðinni.
Næsta mót hjá Birgir er í Sviss Credit Suisse Challenge sem háð er á Wylihof Golf vellinum í Sviss.