Birgir Leifur endaði lokahringinn á Open Des Volcans mótinu á +1 höggi yfir pari og lék því á +3 höggum yfir pari 70-70-75-72=287 höggum. Birgir lék ágætlega fyrstu 2 hringina en lék á +4 höggum yfir pari 3. hringinn og +1 höggi yfir pari 4. hringinn.
Mjög erfiðlega gekk að klára mótið þar sem rigningar settu strik í reikninginn og þurfti að tví fresta leik sem hefur áræðanlega haft áhrif á leik keppenda.
Birgir Leifur fékk að launum € 696 sem eru um 55.000 íslenskar krónur fyrir vikið. Næsta mót hjá Birgi á Áskorendamótaröðinni verður Challenge De Espana á Centro Nacional de Golf á Spáni sem fer fram dagana 21.-24. september.