Birgir Leifur hefur nú lokið leik á Telenet Trophy mótinu í Belgíu. Hann lék síðasta hringinn á parinu og endaði mótið í 42. – 49. sæti eftir 4 keppnisdaga á pari (73+71+72+72).
Birgir Leifur fékk alls 52 pör, 9 skolla, 1 skramba, 9 fugla og einn örn. Hann endaði eins og áður sagði í 42. – 49. sæti og uppskar € 650.- sem eru tæplega 60 þúsund íslenskar krónur. Sigurvegari var Toni Karjalainen frá Finnlandi og fékk hann tæpar 2 milljónir íslenskra króna fyrir sigurinn.
Birgir fer núna strax á mánudag niður til MArokkó í Norður-Afríku til þess að taka þátt í Tikita Hotels Agadir Moroccan Classic sem fer fram á Golf du Soleil í Marokkó.