Birgir Leifur var að ljúka leik rétt í þessu og endaði hringinn á -1 undir pari. Birgir var að skora vel en missti of margar holur í skolla. Hann fékk til að mynda 1 örn (-2), 5 fugla (-1) en einungis 6 pör og 6 skolla.
Birgir Leifur á rástíma á morgun klukkan 14:30 og byrjar þá á 1. teig. Birgir Leifur sem er núna í 101. sæti styrkleikalista Áskorendamótaraðarinnar spilar ásamt finnanum Thomasi Sundström sem er í 121. sæti og þjóðverjanum Wolfgang Huget sem er í 217. sæti á sama lista. Sundström lék á 3 höggum yfir pari í dag og Huget á parinu. Ítalinn Alessandro Napoleoni og englendingurinn Lee S. James leiða mótið á -6 höggum undir pari.