Birgir Leifur lék í dag í Pro Am sem er ávallt haldið degi fyrir keppnisdag á Áskorendamótaröðinni. Birgir og liðið hans gerðu sér lítið fyrir og sigruðu mótið en Birgir sagðist í samtali vera bjartsýnn fyrir "alvöru" mótið og þetta væri allt að smella. Við fylgjumst spennt með Bigga á morgun og óskum honum góðs gengis. Heiðar Davíð Bragason tekur einnig þátt í mótinu sem og Ófeigur Guðjónsson sem hefur verið búsettur í Noregi síðustu ár.